ICELAND IS A WORK OF ART – GALLERY SHOW

Ljósmyndasýningin LANDIÐ ER LISTAVERK, landslagsmyndir eftir Jón Gústafsson opnaði í Anarkíu Listhúsi, Hamraborg 3, laugardaginn 28. maí 2017. Myndirnar eru teknar úr þyrlum og sýna abstrakt form í Íslenskri náttúru. Einnig kemur út ljósmyndabók með sama nafni. Sýningin stendur til 18. júní og er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 3-6. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Jón Gústafsson útskrifaðist frá California Institute of the Arts og hefur starfað sem leikstjóri um árabil. Myndirnar á sýningunni eru allar af vatni í íslenskri náttúru og munstrum sem aðeins sjást úr lofti.

LANDIÐ ER LISTAVERK

Ljósmyndir eftir Jón Gústafsson.